<$BlogRSDURL$>



miðvikudagur, ágúst 25

Stroppe Bikini


Ég var rétt í þessu að skilja eðli kaffidrykkju, sem er mjög hentugt þar sem ég svaf 4 tíma aðra nóttina í röð.

Önnur frétt gleðinnar er að ég er orðinn feykigóður í norsku, og þar sem ég er að vinna með svía er sænskan að þjálfast líka.

Ef þú fyrir tilviljun ert stödd/staddur í noregi og fyrir einhverja aðra tilviljun þarft að fara með hjólbörur fullar af flísum í gám, en veist ekki í hvorn gáminn (það eru margir) þú átt að setja flísarnar, þá er gott að vita að gámurinn heitir "rene masser".


þriðjudagur, ágúst 24

Framtíð (tíðir á túr)


Ég er ekki gerður til að vera múrari, örugglega ekki málari heldur, eða bara iðnaðarmaður almennt. Ég vil gera kvikmyndir og stuttmyndir; skrifa bækur og ljóð; hanna blöð og bæklinga; taka þátt í stjórnmálum og verða kennari (svo fátt sé nefnt). Draumurin er að geta lifað af skrifum og kvikmyndagerð og vinna við allt í kringum þetta tvennt.

Svíar...
Vinnufélagi minn, hinn sænski Tómas, keypti sér nýja tegund af sígarettum í morgun. Pakkinn var svartur með mynd af svörtum hesti og hét: Black Master. Mér fannst það fyndið, ekki honum.
Sami maður var í bol í morgun þegar það var ótrúlega kalt úti. Allir aðrir í peysum og jökkum. Svo þegar hitnar í veðri og þegar við vorum búnir að vinna í nokkra tíma og allir orðnir sveittir og búnir að fara úr peysum, þá fer hann í peysu.
Sami maður talar við kærestuna sína í síma 15-20 sinnum á dag.

Til hamingju með afmælið Arnar. (Píkan þín)

mánudagur, ágúst 23

Foreldrar þó...


Alltaf (í bandarískum glæpaþáttum) þegar lögregla talar við fjölskyldu eða vini meints morðingja eða glæpamanns þá lætur liðið alltaf útúr sér „Nei! Hann gæti aldrei framið þennan glæp."
...
Nú átti að koma e-ð gáfulegt í viðbót til að klára þetta dæmi að ofan en ég man ekki hvað ég ætlaði að skrifa.

Jæja. Já. Þá verð ég víst að spjalla e-ð um þetta blessaða handrit mitt:
Þetta snýst um þjón og gamlan fastakúnna á staðnum þar sem hún þjónar.

Ég gef ekki meiri frá mér í bili.

Klukkan er 00:20 og ég þarf að vakna kl. 06. En einhvernveginn verð ég að eiga fyrir Nikon d70 stafrænu SLR-myndavélinni sem ég ætla að kaupa mér.

Svo falleg... Nína þ.e.a.s. ekki vélin.

Ég er að hugsa um þig, góða nótt.

Flösu, su, u


Já. Flasan er alveg að fara með mig. Nei. Það er ekki satt. Ég hugsa útí hana þegar ég lít í spegil (2 sek á dag) og svo ekkert meir.

Nínu finnst bloggið mitt lélegt, en ég skal sko sýna henni. Ég sakna hennar.

Prentsmiðja. Það er flott orð. Smiðja. Prentsmiðja.

Kannksi.

Yrúgójurep


Já. Ég nenni enn ekki að skifa um danmerkurferðina. Nei.

Nína fann upp orð áðan. Perujógúry er nýja orðið. Enginn veit enn hvað það þýðir.

En dagurinn í dag var samt merkilegur. Ég gerði mjög lauslega beinagrind af handriti... um... tja... ást kannksi.

Ég skrifa kannski (næstum) alltaf vitlaust. Kannksi, kannksi, kannksi, kannski. Jahá! þetta er hægt. Sko! Já!

sunnudagur, ágúst 22

Aðeins 3% af bandaríkjamönnum horfa á fréttirnar. Stærsta dagblað í BNA er í 2 milljónum eintökum.

Það eru milljónir í BNA sem vita ekkert um hver John Kerry er. Talið er að ef Kerry hefði tekið HEINZ eftirnafnið þegar hann giftist konunni sinni þá hefðu fleiri kosið hann einfaldlega vegna þess að fólk veit hvað HEINZ er.

Um 25% af bandaríkjamönnum kjósa.

Bush er vörumerki. Pabbi hans var forseti bandaríkjanna og hann er forseti bandaríkjanna. Fólk veit hver hann er.

Vonum bara að þeir sem hafa vit séu fleiri.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Free Counter
Order Meridia here.