<$BlogRSDURL$>



sunnudagur, júní 13

Duglegur


Ég hef ákveðið að vera duglegri að blogga í sumar en Nína.

fimmtudagur, júní 10

Dýrt?


„Það kostar meira, og það er líka dýrara."
-Ónefnd Nína 2004

Gáfur?


Hroki fólks á Náttúrufræðibrautum heldur áfram. Í samtali við Ausu áðan kom þetta fram:

Ausa: vildi stundum að ég væri á FÉL braut
Ausa: en þar sem ég er ekki fæðingarhálfviti þa´myndi ég ekki leggjast svo lágt
Ari: er ekki bróðir þinn á málabraut?
Ausa: hmmmmmm NEEEEEEEEEIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII
Ausa: ekki segja slíkt um mína slekt
Ausa: fyrir utan það að málabraut er muuuuun skárri

mánudagur, júní 7

Ég komst að því í Fréttablaðinu í gær að lík Dr. Josef Mengele, yfirtilraunalæknis í Auswitz, hafi fundist í Brasilíu 1985. Gyðingar leituðu hans í mörg ár eftir stríðið en ég hélt að hann hefði aldrei fundist.

Svo las ég mjög skondna Bakþanka eftir Guðmund Steingrímsson á baksíðu fréttablaðsins föstudaginn 4. júní og ég ætla að leyfa mér að birta allan þennan frábæra pistil:

„Þjóðin er mamma


Nú klóra lögspekingar sér í hausnum um allan bæ og stjórnmálafræðingar totta pípur sínar íbyggnir og vita varla hvað þeir eiga að segja. Forsetinn búinn að neita að skrifa undir lög og hefur ákveðið að skjóta þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er aldeilis! Ja, hérna! Hvurlags! Það stendur að vísu í stjórnarskránni að hann megi gera þetta, en engu að síður klóra menn sér í hausnum og spyrja hvort hann megi það.

MERKILEGT hvað menn geta gert einfalda hluti flókna. Hvað er flókið við það að forseti skjóti umdeildu máli undir dóm þjóðarinnar? Er það ekki bara lýðræðislegt og fallegt? Ja, ef ekki bara hreinlega dásamlegt, svo maður gerist ögn tilfinninganæmur æa svona góðum degi að sumarlagi nú þegar lömbin hlaupa um túnin og bændur eru byrjaðir að slá? Ég sé ekki betur en fólk brosi. Fagurt mannlíf. Þingmennirnir eru fulltrúar þjóðarinnar og Ísland er lýðveldi með forseta sem er kosinn beint af þjóðinni, þannig að það er ekki hægt að sjá betur en að þjóðin ráði öllu og eigi að ráða öllu. Ég hef líka alltaf skilið það svo að það sé einmitt pælingin með því að hafa lýðveldi. Lýðurinn ræður. Restin er útfærsluatriði.

LÖGGJAFARÞINGIÐ er eins og hús þar sem krakkarnir fá að vera einir heima. Þar er stundum mikið fjör. Einn náungi, sem býr í næsta húsi, er með símann hjá mömmunni. Að þessu sinni voru lætin orðin svo mikil að náunginn ákvað að grafa upp símanúmerið og slá á þráðinn. Og nú er mamma að koma heim til þess að athuga hvort allt sé ekki örugglega í lagi.

EN SUMIR vilja alls ekki að mamma komi heim. Hún getur nefninlega verið óttalegt skass og erfið við að eiga. Hún er heldur ekkert að skafa ofan af því og segir meiningu sína hispurslaust. Dálítið röff týpa, mamma. Enda er ekki hægt að sjá betur en helstu ólátabelgirnir séu komnir með örlítið skítaglott á varirnar eins og þeir viti kannski upp á sig sökina. Þeir eru orðnir dálítið stressaðir. Oggu poggu. Hvað eiga þeir að segja við mömmu þegar hún birtist í dyragættinni? Nú verða menn að vera skýrmæltir, vel greiddir og kurteisir. Það má ekki vera með neinn dónaskap við mömmu eða mamma verður vond."

miðvikudagur, júní 2

Dagur réttlætis


Ég fagna ákvörðun forseta Íslands, og styð hana heilshugar.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Free Counter
Order Meridia here.