föstudagur, janúar 2
Ég sit á flugvellinum á Möltu og áðan leit ég í kringum mig og ýmsar staðreyndir komu í ljós: Vínbúðin er lokuð, bókabúðin er lokuð, musík búðin er lokuð, EN, sokkabúðin Sock Shop er opin og Playmobil búðin er opin... nú getur meður velt fyrir sér afhverju sokkabúð, sem selur bara sokka og Playmobil-búð, sem selur bara playmobil dót, eru opnar en áfengisbúðin, bókabúðin og músíkbúðin er lokuð, en ég nenni því ekki. Nú ætlaði ég að hætta að pæla í sokkunum og snúa mér í staðinn að einhverju stórkostlegu, en ég virðist vera búinn að gleyma því (þessu stórkostlegu). JÚ! Það er bannað að vera með billjardkjuða í handfarangri, með lögum. Það er bannað að vera með hárspray og rakspíra í handfarangri. Það er bannað að vera með tennisspaða í handfarangri. Það er bannað að vera með svona pínkulítil skæri sem maður brýtur saman í handfarangri. Allt þetta útum allan heim, með lögum. Sagði einhver reglugerðarfargan? Annað í fréttum er að ég er búinn að fatta hvað við Nína getum tekið á söngkeppninni eða Viðarstauki: Wish eftir Trent Reznor (Nine Inch Nails).
Order Meridia here.