þriðjudagur, desember 23
Í gær flaug ég frá Noregs til Möltu með fúlustu flugfreyjum sem ég hef séð, ég segi satt, þær eru illar. Aðalflugfreyjan brosti aðeins tilgerðarlega meðan hún var að gefa manni e-ð og svo þegar hún leit við þá hvarf brosið um leið. Með henni voru tveir kallar sem voru greinilega ekki ánægðir með vinnuna sína, þegar þeir voru að sýna manni hvernig átti að nota vestið og svona hélt ég að þeir ætluðu að springa, þeim langaði ekki að vera þarna. En flugvélamaturinn var ágætur, sætin voru hinsvegar hræðileg, þau voru minni en hjá Flugleiðum og ÞAU eru ekki rúmmikil. Nú er ég kominn á Hilton Malta sem vægast sagt er stórkostlegur staður. Marmari allstaðar, styttur, sundlaugar, æfingasalir, útsýni, þetta er rosalegt. En ég get ekki skrifað meira því ég þarf að skemmta mér.
Order Meridia here.