<$BlogRSDURL$>



sunnudagur, desember 28

Hehe. Það besta í heimi er þegar einhver er að tala um hvað hann ætlar alls ekki að gera MEÐAN hann er að gera það. Það var skál með bráðnuðum klökum á borðinu og pabbi hellir vatninu í glas og byrjar að drekka það, ég segi "það er ísklat vatn í krananum inná baði", þá segir pabbi "nei, ég ætla ekki að drekka kranavatnið hérna" og tók sér stóran sopa af vatninu sem er úr klakavél frammi á gangi.

laugardagur, desember 27

Púff. Þetta er búinn að vera viðburðarríkur dagur. Við tókum bát kl. 8 frá Möltu til Gozo, sem er eyja rétt hjá. Siglingin tók 20 mín. og var síðan farin skipulögð ferð um eyjuna með rútu. Þetta var mjög gaman.

föstudagur, desember 26

Ég er farinn að sakna Nínu mikið.

fimmtudagur, desember 25



Í dag tókum við langan göngutúr þar sem ég tók 96 ljósmyndir, semsagt langur göngutúr. Við löbbuðum frá St. Julians (þar sem hótelið okkar er) og til Sliema og gangan tók 4 klukkutíma. Þetta var vægast sagt rosalegt og leit ég í kringum mig allan tímann.

Doldið fyndið kom fyrir áðan þegar pabbi var að horfa á Mtv:
Pabbi: Ari, hverjir eru þessir Blue fít?
Ari: Ha? Ertu að tala um Blue? Það er einhver ljót strákahljómsveit.
Pabbi: Nei, Blue fít.
Ari: Ha?
Pabbi: Blue feat. Elton John.

miðvikudagur, desember 24

Í kvöld hef ég komist að hlutum sem ég hélt að væru ekki til. Í kvöld leið mér illa, ég fann til. Í kvöld vorkenndi ég svo mörgum og fann hvað ég er heppinn. Í nótt græt ég.

þriðjudagur, desember 23

Í gær flaug ég frá Noregs til Möltu með fúlustu flugfreyjum sem ég hef séð, ég segi satt, þær eru illar. Aðalflugfreyjan brosti aðeins tilgerðarlega meðan hún var að gefa manni e-ð og svo þegar hún leit við þá hvarf brosið um leið. Með henni voru tveir kallar sem voru greinilega ekki ánægðir með vinnuna sína, þegar þeir voru að sýna manni hvernig átti að nota vestið og svona hélt ég að þeir ætluðu að springa, þeim langaði ekki að vera þarna. En flugvélamaturinn var ágætur, sætin voru hinsvegar hræðileg, þau voru minni en hjá Flugleiðum og ÞAU eru ekki rúmmikil. Nú er ég kominn á Hilton Malta sem vægast sagt er stórkostlegur staður. Marmari allstaðar, styttur, sundlaugar, æfingasalir, útsýni, þetta er rosalegt. En ég get ekki skrifað meira því ég þarf að skemmta mér.

mánudagur, desember 22

Í gær flaug ég til noregs og hitti þar pabba sem síðan keyrði mig til heimilis síns. Þar gisti ég nóttina og nú sit ég í lestinni sem gengur frá þar sem pabbi minn á heima og til flugvallar noregs, en ég er síðan að fljúga til Möltu þar sem ég eyði jólunum. Hótelið sem ég mun búa á er af gerðinni Hilton og heitir það Hilton Malta og skartar af 5 stjörnum.
Ég var að sjá bráðfyndna auglýsingu á spjaldi hérna áðan, á henni er mynd af maga á manni sem er feitur og er í of lítilli skyrtu sem strekkist rosalega og undir því stendur:
Ný skyrta
eða nýtt hjól?

Normenn eru auglýsingagerðarmenn miklir. Alltaf þegar ég kem hingað og kveiki á sjónvarpinu er komin heill hellingur af sniðugum auglýsingum, sumum sem maður virkilega hlær af.

sunnudagur, desember 21

10:50
Jæja, sit nú í flugi á leið til höfuðborgar suðvesturlands, Reykjavíkur. Það var afar kalt í flugvélinni fyrst og held ég að það hafi snjóað inní henni, allavega lenti e-ð sem líktist snjókorni á nefinu á mér. Nú er hitinn kominn í réttar horfur og horfi ég út um gluggann á ótal falleg fjöll og frosnar ár sem ég hef ekki hugmynd um hvað heita, og mun aldrei hafa hugmynd um.
Í gær komst ég að því að ég get talað við Aríu, tölvuna mína, og gefið henni skipanir með röddinni. Ég held einfaldlega esc-takkanum inni og segi ýmsar skipanir. T.d. get ég látið hana opna textaritilinn eða vafrarann með því að ýta á esc-takkann og segja "open text-edit" eða "open my browser". Svo þegar ég er kominn inní vafrarann get ég sett ákveðið orð á hverja síðu, t.d. setti ég það þannig að þegar ég segji "muninn" þá opnar hún http://muninn.is/, og þegar ég segji "maa" þá opnar hún http://ma.is/. Þetta nota ég að sjálfsögðu ekki innanum annað fólk, ég tek ekki upp á því að sitja í tíma og segja "mmaaa!" við tölvuna mína. Einnig komst ég að því að batteríið í henni endist í 6 klukkutíma... 6 klukkutíma!! Hinn almenni pc-notandi í MA byrjar hvern tíma á að stinga tölvuni sinni í samband og telja þau sig heppin ef þau ná að stinga henni í samband einhversstaðar. Ég hinsvegar get komið í fyrsta tíma, verið með kveikt á Aríu þangað til ég fer í hádegi og stungið henni síðan í samband, og þegar hádegið er búið endist hún þangað til ég er búinn í skólanum.
"Góðir farþegar, við lendum í Reykjavík eftir 5 mínutur, ladies and gentlemen, we land in Reykjavík in five minutes".

17:05

Ég sit í flugi frá Keflavíkur til Oslóar og ég má ekki opna lappann minn fyrstu 5 mínutur flugsins. Maður má lesa Moggann og Fréttablaðið, en ekki má maður opna lappann sinn. Blöð eru boðin manni við upphaf flugsins en tekið er fram að það sé slökkt á fartölvum meðan á flugtaki og lendingu stendur. Er minna truflandi að lesa blöðin, eða eiga blöðin kannski sérsamning við flugleiðir? Ég tók líka eftir því að manni er boðinn Mogginn fyrst, svo eftir ca. eina mínutu er manni boðið Fréttablaðið. Eðlilega eru þá fleiri sem munu lesa Moggann. Borgar kannski Mogginn aðeins meira í mútur? Fær Mogginn skítuga peninga frá Sjálfstæðisflokknum til að hækka þessa upphæð uppfyrir Fréttablaðið?
Svo er eitt annað skuggalegt við flugfélags-bransann, afhverju er kallkerfið í flugvélum svona lélegt? Þegar flugfreyjurnar eru að segja þér hvernig þú átt að bregðast við ef flugvélin hrapar í sjóinn eða e-ð, þá heyriru ekkert hvað þær eru að segja. Eru þetta leyndarmál, má enginn vita þau? Eru flugfreyjurnar þæu einu sem eiga að lifa af flugslys, kasta þær sér kannski allar útum flugvélina í fallhlífum þegar e-ð vandamál kemur uppá og við erum skilin eftir til að deyja? "Jóhanna! Djúsinn er búinn!" "Oh my god, náðu í fallhlífarnar! We are outta here." Flugfreyjur eru illar.
Ég var að klára fyrsta góða flugvélamatinn sem ég hef fengið, það var karrí-kjúklingur og smakkaðist hann bara mjög vel.
Oh! Hví eru alltaf sýndir Freinds þættir í fluvélum frá íslandi? Vita þau ekki að enginn horfir á Friends? Og til að fá það á hreint þá eru Friends ekki fyndnir, sama hve margir segja það. Horfir enginn lengur á gamla gamanþætti einsog Fawlty Towers, sem að mínu mati eru bestu gamanþættir sem til eru, eða Black Adder?

föstudagur, desember 19

Tók textakipp núna. Bara varð, það eru margir flottir textar til og enginn sem les þá.
Hurt með Nine Inch Nails, ódauðlegt.

i hurt myself today, to see if i still feel
i focus on the pain, the only thing that's real
the needle tears a hole, the old familiar sting
try to kill it all away, but i remember everything

what have i become?, my sweetest friend
everyone i know, goes away in the end
you could have it all, my empire of dirt
i will let you down, i will make you hurt

i wear my crown of shit, on my liar's chair
full of broken thoughts, i cannot repair
beneath the stain of time, the feeling disappears
you are someone else, i am still right here

what have i become?, my sweetest friend
everyone i know, goes away in the end
you could have it all, my empire of dirt
i will let you down, i will make you hurt

if i could start again, a million miles away
i would keep myself, i would find a way
Stand Inside Your Love með Smashing Pumpkins.

You and me
Meant to be
Immutable
Impossible
It's destiny
Pure lunacy
Incalculable
Insufferable
But for the last time
You're everything that I want and ask for
You're all that I'd dreamed
Who wouldn't be the one you love
Who wouldn't stand inside your love
Protected and the lover of
A pure soul and beautiful you
Don't understand
Don't feel me now
I will breathe
For the both of us
Travel the world
Traverse the skies
Your home is here
Within my heart
And for the first time
I feel as though I am reborn
In my mind
Recast as child and mystic sage
Who wouldn't be the one you love
Who wouldn't stand inside your love
And for the first time
I'm telling you how much I need and bleed for
Your every move and waking sound
In my time
I'll wrap my wire around your heart and your mind
You're mine forever now
Who wouldn't be the one you love and live for
Who wouldn't stand inside your love and die for
Who wouldn't be the one you love
Brot úr Its Alright Ma I'm Only Bleeding með Bob Dylan, einn flottasti texti sem ég hef lesið.

Temptation's page flies out the door
You follow, find yourself at war
Watch waterfalls of pity roar
You feel to moan but unlike before
You discover
That you'd just be
One more person crying.

So don't fear if you hear
A foreign sound to your ear
It's alright, Ma, I'm only sighing.

As some warn victory, some downfall
Private reasons great or small
Can be seen in the eyes of those that call
To make all that should be killed to crawl
While others say don't hate nothing at all
Except hatred.

Disillusioned words like bullets bark
As human gods aim for their mark
Made everything from toy guns that spark
To flesh-colored Christs that glow in the dark
It's easy to see without looking too far
That not much
Is really sacred.

While preachers preach of evil fates
Teachers teach that knowledge waits
Can lead to hundred-dollar plates
Goodness hides behind its gates
But even the president of the United States
Sometimes must have
To stand naked.

An' though the rules of the road have been lodged
It's only people's games that you got to dodge
And it's alright, Ma, I can make it.

Advertising signs that con you
Into thinking you're the one
That can do what's never been done
That can win what's never been won
Meantime life outside goes on
All around you.

You lose yourself, you reappear
You suddenly find you got nothing to fear
Alone you stand with nobody near
When a trembling distant voice, unclear
Startles your sleeping ears to hear
That somebody thinks
They really found you.

A question in your nerves is lit
Yet you know there is no answer fit to satisfy
Insure you not to quit
To keep it in your mind and not fergit
That it is not he or she or them or it
That you belong to.

Although the masters make the rules
For the wise men and the fools
I got nothing, Ma, to live up to.

For them that must obey authority
That they do not respect in any degree
Who despise their jobs, their destinies
Speak jealously of them that are free
Cultivate their flowers to be
Nothing more than something
They invest in.

While some on principles baptized
To strict party platform ties
Social clubs in drag disguise
Outsiders they can freely criticize
Tell nothing except who to idolize
And then say God bless him.

But I mean no harm nor put fault
On anyone that lives in a vault
But it's alright, Ma, if I can't please him.

Old lady judges watch people in pairs
Limited in sex, they dare
To push fake morals, insult and stare
While money doesn't talk, it swears
Obscenity, who really cares
Propaganda, all is phony.

And if my thought-dreams could be seen
They'd probably put my head in a guillotine
But it's alright, Ma, it's life, and life only.

Brot úr Yer Blues með The Beatles.

Black cloud crossed my mind
Blue mist round my soul
Feel so suicidal
Even hate my rock and roll
Landslide með Fleetwood Mac, Smashing Pumpkins og Dixie Chicks tóku það síðar.

I took my love, I took it down
I climbed a mountain and I turned around
And I saw my reflection in the snow covered hills
'Til the landslide brought it down

Oh, mirror in the sky, what is love?
Can the child within my heart rise above?
Can I sail through the changing ocean tides?
Can I handle the seasons of my life?

Well, I've been afraid of changing cause I've
Built my life around you
But time makes you bolder
Even children get older
And I'm getting older, too

Well, I've been afraid of changing cause I've
Built my life around you
Time makes you bolder
Even children get older
And I'm getting older, too
I get older, too

I took my love and took it down
I climbed a mountain, I turned around
And if you see my reflection in the snow covered hills
The landslide brought it down
The landslide brought it down

ÉG er elítan. ÉG var kaupa mér iBook 14" Combo. ÉG er núna betri en hinn almenni PC-vitleysingur. ÉG er yfir þig hafinn...
Klukkan er 03:22 og við Arnar vorum að klára Íslenskuverkefni um ,,syni Óðins", Baldur, Hermóð, þór... þú skilur. Ég er ótrúlega þreyttur og þarf að vakna klukkan 7, eftir þrjá og hálfa klukkustund.

fimmtudagur, desember 18

Einnig verður tekið fram að hefnd skal náð, fyrr eða síðar.
Arnar Cum hertók bloggið mitt áðan og skrifaði nokkrar færslur, án minnar vitneskju, og spurði mig á MSN hvernig maður breytir um password á blogspot. Ég útskýrði það fyrir honum og síðan loggar hann út eða blokkar mig öllu heldur. Mér finnst þetta grunnsamlegt og opna blogger.com og skrifa notendanafn og password og ýti á "sign in" en þá kemur upp gluggi: Incorrect Pasword. Arnar hélt að hann væri sniðgur, en eins og sést þá var ég gáfðari en hann og komst inná bloggið og breytti um password á mjög einfaldan hátt, sem verður ekki útskýrður hér.
Arnar, hver er hamsaður núna?

sunnudagur, desember 14

Ég er að skoða extra dagsskrána og Úrval í Hrísalundi eru að auglýsa bækur, en fíflin tóku myndir af bókunum með flassi þannig að það er STÓR hvítur blettur á miðjum bókunum. Svona gerir maður ekki.

Svo er líka gaman að segja frá því að sé sá plötucover þar sem hinn alræmdi fontur "comic sans" var notaður... Hló ég eins og brjálæðingur.
Vegna tímaskorts og framsýnisleysis míns verður útgáfu Kratylosar frestað, afskaplega lítill tími sem maður hefur þessa dagana. STÆ203 próf á mánudaginn (sem ég ætla að falla á) og heimildaritgerð á mánudaginn líka, úff.
Nína farin... Hvað geri ég. Ég verð ótrúlega einmanna. Ég vona bara að allt fari vel. En litli ræfillinn er að fara í aðgerð uppá Landsspítala og greyið verður á morfíni öll jólin.
Nína ég elska þig.

fimmtudagur, desember 11

Söfnuðum 30.000 krónum í auglýsingum fyrir Kratylos á þriðjudaginn, okkur vantar ca. 10 í viðbót til að geta gefið það út.

föstudagur, desember 5

Endurhannaði Kratylos í gær. En fyrir þá sem ekki vita þá er Kratylos ,,hitt" blaðið í MA, einskonar menningarblað með ljóðum, smásögum hugleiðingum o.fl. Er að pæla að flækja útlit hans með ,,rulers" og fleiru. Breytti um font á honum, úr Eurostile í AG Book Rounded.

Auður Alexanders átti afmæli í gær... tilhamingju með það! (Partý um helgina).

fimmtudagur, desember 4

Veldissproti

Situr inní MyMA
með draum í auga
um litla busa
og án þess að spauga
fer hann í þveng
buxur og sokka
hann hugsar um
klístruð lök
og notaða smokka

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Free Counter
Order Meridia here.