<$BlogRSDURL$>



þriðjudagur, mars 8

Það er langt síðan ég hætti að skrifa hér en hætti þó ekki skrifum... ég færði þau bara hingað.

laugardagur, október 30

Áfengið að tala...


Nú er fyrri hluti helginnar búin og margir liggja flatir núna klukkan 12:40. Margir fóru í Sjálfstæðishúsið á tónleika með Ensími og Brain Police en fáir muna samt eftir þeim. Á þessum sömu tónleikum tók Sveinn sig til og potaði í alla, fast, með löngutöngum þangað til allir hötuðu hann og hann var kominn með verk sem jafnaðist á við kvalafullan dauðadaga holdveikissjúklings, þar sem húðin hrynur af honum í slímugum bitum.
En ég fór ekki þangað heldur á rúntinn sem strákunum. Ingi keyrði og við Arnar og Pétur drukkum, og drukkum, og drukkum. Svo fórum við á Ali og spiluðum fótboltaspil, dirty, og við drukkum. Þá kom Nína og við sátum aðeins og skruppum svo á næsta stað til hægri, á Amor, Amour, Amouehr. Þar var frábær söngavari og gítarleikari að spila öll góð milli Niflheima og Músspells. Allur minn tónlistarsmekkur fékk útrás fyrir söng og gleði (ef það er setning). Við klöppuðum og sungum hæst af öllum og ég held að kallinn hefi verið ánægður með okkur, ég var allavega ánægður með hann. Við verðum að fá hann á HOMMA samkomu einhverntímann.
En annars er félagslífið að gleypa mig, og ég elska það. Ég er vinnualki.

miðvikudagur, október 27

Muninn fer á flug


Já, þú last rétt. Ari Marteinsson, ritstjóri Munins, bloggar. Neinei, það sem þú last var ekki það (þó að það komi vissulega á óvart) heldur var það að Muninn hefur einhverja starfsemi! Já! ... Já!
Það sem ég á við með þessu er að 12 muninsungar fjölmenntu í tölvustofuna og hver tók að sér að skrá einn nemanda í gagnagrunn munins.is. Já! ... Já! Svo keypti ég nammi fyrir 2500kr. fyrir liðið og allir ánægðir. OMGOMGOMG. Neinei, en ég er samt ánægður.

sunnudagur, september 26

Herrera


Jú. Bjarni er hetja kvöldsins, með dúndurpartý í kvöld. Frábærlega gaman. Svo strauk Ísak um hárið á mér og sagðí að ég væri mjúkur og hann vildi að ég væri kötturinn hans, og ég malaði. Svo voru þessir vanalegu Helenubrandarar en það sem var skrýtið en samt skemmtilegt var að systir hennar, businn Erla, hlustaði á þá alla. Og brosti. Já.
Ég fann líka glas sem var með innbyggðu röri og hellti eplalíkörinn hennar Nínu í það. Djöfull hata ég þegar það eru tvö bil milli orða. Ojjj. Já.
Ég hata líka þegar það er bil á eftir setningu, svona ósýnilegt.
Eins og hér að ofan, þá er bil á eftir "ósýnilegt." en það sér það enginn. Ohh, ég er með fullkomnunaráráttu. Æi. Já.
Svo ræddum við Hildur við Helga í FálMA um pólítík. Hann vildi skjóta Halldór Ásgrímsson til að heimurinn myndi taka eftir afstöðu hans, og flestra, til Íraksstríðsins.

föstudagur, september 24


Nick Cave er flottasti maður sem finnst á þessari jörðu.
Flottari en Robert Smith, flottari en Marilyn Manson, flottari en... nei, ekki Billy Corgan en næstumþví samt.


And I've been known to be quite handsome/In a certain angle and in certain light

Well the thunder from my steely fist/Made all the glasses jangle/When I shot him, I was so handsome/It was the light, it was the angle

"Neighbours!" I cried, "Friends!" I screamed/I banged my fist upon the bar/"I bear no grudge against you!"/And my dick felt long and hard

I blew a hole in Mrs. Richard Holmes/And her husband stupidly stood up/ As he screamed, "You are an evil man"/And I paused a while to wonder"/If I have no free will then how can I/Be morally culpable, I wonder"

I said, "I want to introduce myself/And I am glad that all you came"/And I leapt upon the bar/And shouted out my name/ Well Jerry Bellows, he hugged his stool/Closed his eyes and shrugged and laughed/And with an ashtray as big as a fucking really big brick/I split his head in half

Brot úr Nick Cave and the Bad Seeds - O'Malley's Bar

Úff svo magnaður texti.

http://www.azlyrics.com/lyrics/nickcave/omalleysbar.html

sunnudagur, september 19

Kommentakerfið ið fið


er ekki alveg að blenda með útlitinu finnst mér. En þetta er víst skylda í dag, að eiga kommentakerfi. Einungis fundið upp til að neyða vini manns til að lesa bloggið þitt og skrifa stutta kveðju og hrósa þér fyrir að vera skemmtileg(ur). En þannig vini á ég ekki. Sem betur fer.

Neinei, ég er bara bitur yfir því að enginn vilji kommenta.

En starf ritstjóra er frábært og ég skemmti mér við að skipa gjaldkera (Ottó) að greiða reikninga og skreppa niðrí bæ fyrir mig og allt það, svo er alltaf gaman að stríða Kelgu. Prentsmiðja.


þriðjudagur, september 7

Hittebarn


Hittebarn, kom hjem
Døren den står på klem

Der er brød i ovnen lille du
Vandet koger nu
Baby don't be blue
Big girls don't cry
Baby, big girls don't cry
Big girls don't cry

Hittebarn, fortæl
Mig om dig og dig selv

Der er brød i ovnen lille du
Vandet koger nu
Baby don't be blue
Big girls don't cry
Baby, big girls don't cry
Big girls don't cry

Hittebarn, du fri
Rejsen den er forbi

Der er brød i ovnen lille du
Vandet koger nu
Baby don't be blue
Big girls don't cry
Baby, big girls don't cry
Big girls don't cry

Kim Larsen af plötunni Kim Larsen og Kjukken

Ást


Ljótt nafn á ljóði.



Lífið


Ljótara nafn á ljóði.



Ást í Atlasfjöllum


Hvað er ást?...
og hvar eru Atlasfjöll?



Netið


www.þettaerekkivefsíða.com



Ljóðið


Þetta er vefsíða.

fimmtudagur, september 2

Speki (kannksi)


Mér finnst gott að vera með fólki sem veit minna en ég,
þá get ég kennt þeim

Mér finnst gott að vera með fólki sem veit jafn mikið og ég,
þá get ég rökrætt

Mér finnst gott að vera með fólki sem veit meira en ég,
þá get ég lært

miðvikudagur, ágúst 25

Stroppe Bikini


Ég var rétt í þessu að skilja eðli kaffidrykkju, sem er mjög hentugt þar sem ég svaf 4 tíma aðra nóttina í röð.

Önnur frétt gleðinnar er að ég er orðinn feykigóður í norsku, og þar sem ég er að vinna með svía er sænskan að þjálfast líka.

Ef þú fyrir tilviljun ert stödd/staddur í noregi og fyrir einhverja aðra tilviljun þarft að fara með hjólbörur fullar af flísum í gám, en veist ekki í hvorn gáminn (það eru margir) þú átt að setja flísarnar, þá er gott að vita að gámurinn heitir "rene masser".


þriðjudagur, ágúst 24

Framtíð (tíðir á túr)


Ég er ekki gerður til að vera múrari, örugglega ekki málari heldur, eða bara iðnaðarmaður almennt. Ég vil gera kvikmyndir og stuttmyndir; skrifa bækur og ljóð; hanna blöð og bæklinga; taka þátt í stjórnmálum og verða kennari (svo fátt sé nefnt). Draumurin er að geta lifað af skrifum og kvikmyndagerð og vinna við allt í kringum þetta tvennt.

Svíar...
Vinnufélagi minn, hinn sænski Tómas, keypti sér nýja tegund af sígarettum í morgun. Pakkinn var svartur með mynd af svörtum hesti og hét: Black Master. Mér fannst það fyndið, ekki honum.
Sami maður var í bol í morgun þegar það var ótrúlega kalt úti. Allir aðrir í peysum og jökkum. Svo þegar hitnar í veðri og þegar við vorum búnir að vinna í nokkra tíma og allir orðnir sveittir og búnir að fara úr peysum, þá fer hann í peysu.
Sami maður talar við kærestuna sína í síma 15-20 sinnum á dag.

Til hamingju með afmælið Arnar. (Píkan þín)

mánudagur, ágúst 23

Foreldrar þó...


Alltaf (í bandarískum glæpaþáttum) þegar lögregla talar við fjölskyldu eða vini meints morðingja eða glæpamanns þá lætur liðið alltaf útúr sér „Nei! Hann gæti aldrei framið þennan glæp."
...
Nú átti að koma e-ð gáfulegt í viðbót til að klára þetta dæmi að ofan en ég man ekki hvað ég ætlaði að skrifa.

Jæja. Já. Þá verð ég víst að spjalla e-ð um þetta blessaða handrit mitt:
Þetta snýst um þjón og gamlan fastakúnna á staðnum þar sem hún þjónar.

Ég gef ekki meiri frá mér í bili.

Klukkan er 00:20 og ég þarf að vakna kl. 06. En einhvernveginn verð ég að eiga fyrir Nikon d70 stafrænu SLR-myndavélinni sem ég ætla að kaupa mér.

Svo falleg... Nína þ.e.a.s. ekki vélin.

Ég er að hugsa um þig, góða nótt.

Flösu, su, u


Já. Flasan er alveg að fara með mig. Nei. Það er ekki satt. Ég hugsa útí hana þegar ég lít í spegil (2 sek á dag) og svo ekkert meir.

Nínu finnst bloggið mitt lélegt, en ég skal sko sýna henni. Ég sakna hennar.

Prentsmiðja. Það er flott orð. Smiðja. Prentsmiðja.

Kannksi.

Yrúgójurep


Já. Ég nenni enn ekki að skifa um danmerkurferðina. Nei.

Nína fann upp orð áðan. Perujógúry er nýja orðið. Enginn veit enn hvað það þýðir.

En dagurinn í dag var samt merkilegur. Ég gerði mjög lauslega beinagrind af handriti... um... tja... ást kannksi.

Ég skrifa kannski (næstum) alltaf vitlaust. Kannksi, kannksi, kannksi, kannski. Jahá! þetta er hægt. Sko! Já!

sunnudagur, ágúst 22

Aðeins 3% af bandaríkjamönnum horfa á fréttirnar. Stærsta dagblað í BNA er í 2 milljónum eintökum.

Það eru milljónir í BNA sem vita ekkert um hver John Kerry er. Talið er að ef Kerry hefði tekið HEINZ eftirnafnið þegar hann giftist konunni sinni þá hefðu fleiri kosið hann einfaldlega vegna þess að fólk veit hvað HEINZ er.

Um 25% af bandaríkjamönnum kjósa.

Bush er vörumerki. Pabbi hans var forseti bandaríkjanna og hann er forseti bandaríkjanna. Fólk veit hver hann er.

Vonum bara að þeir sem hafa vit séu fleiri.

sunnudagur, júní 13

Duglegur


Ég hef ákveðið að vera duglegri að blogga í sumar en Nína.

fimmtudagur, júní 10

Dýrt?


„Það kostar meira, og það er líka dýrara."
-Ónefnd Nína 2004

Gáfur?


Hroki fólks á Náttúrufræðibrautum heldur áfram. Í samtali við Ausu áðan kom þetta fram:

Ausa: vildi stundum að ég væri á FÉL braut
Ausa: en þar sem ég er ekki fæðingarhálfviti þa´myndi ég ekki leggjast svo lágt
Ari: er ekki bróðir þinn á málabraut?
Ausa: hmmmmmm NEEEEEEEEEIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII
Ausa: ekki segja slíkt um mína slekt
Ausa: fyrir utan það að málabraut er muuuuun skárri

mánudagur, júní 7

Ég komst að því í Fréttablaðinu í gær að lík Dr. Josef Mengele, yfirtilraunalæknis í Auswitz, hafi fundist í Brasilíu 1985. Gyðingar leituðu hans í mörg ár eftir stríðið en ég hélt að hann hefði aldrei fundist.

Svo las ég mjög skondna Bakþanka eftir Guðmund Steingrímsson á baksíðu fréttablaðsins föstudaginn 4. júní og ég ætla að leyfa mér að birta allan þennan frábæra pistil:

„Þjóðin er mamma


Nú klóra lögspekingar sér í hausnum um allan bæ og stjórnmálafræðingar totta pípur sínar íbyggnir og vita varla hvað þeir eiga að segja. Forsetinn búinn að neita að skrifa undir lög og hefur ákveðið að skjóta þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er aldeilis! Ja, hérna! Hvurlags! Það stendur að vísu í stjórnarskránni að hann megi gera þetta, en engu að síður klóra menn sér í hausnum og spyrja hvort hann megi það.

MERKILEGT hvað menn geta gert einfalda hluti flókna. Hvað er flókið við það að forseti skjóti umdeildu máli undir dóm þjóðarinnar? Er það ekki bara lýðræðislegt og fallegt? Ja, ef ekki bara hreinlega dásamlegt, svo maður gerist ögn tilfinninganæmur æa svona góðum degi að sumarlagi nú þegar lömbin hlaupa um túnin og bændur eru byrjaðir að slá? Ég sé ekki betur en fólk brosi. Fagurt mannlíf. Þingmennirnir eru fulltrúar þjóðarinnar og Ísland er lýðveldi með forseta sem er kosinn beint af þjóðinni, þannig að það er ekki hægt að sjá betur en að þjóðin ráði öllu og eigi að ráða öllu. Ég hef líka alltaf skilið það svo að það sé einmitt pælingin með því að hafa lýðveldi. Lýðurinn ræður. Restin er útfærsluatriði.

LÖGGJAFARÞINGIÐ er eins og hús þar sem krakkarnir fá að vera einir heima. Þar er stundum mikið fjör. Einn náungi, sem býr í næsta húsi, er með símann hjá mömmunni. Að þessu sinni voru lætin orðin svo mikil að náunginn ákvað að grafa upp símanúmerið og slá á þráðinn. Og nú er mamma að koma heim til þess að athuga hvort allt sé ekki örugglega í lagi.

EN SUMIR vilja alls ekki að mamma komi heim. Hún getur nefninlega verið óttalegt skass og erfið við að eiga. Hún er heldur ekkert að skafa ofan af því og segir meiningu sína hispurslaust. Dálítið röff týpa, mamma. Enda er ekki hægt að sjá betur en helstu ólátabelgirnir séu komnir með örlítið skítaglott á varirnar eins og þeir viti kannski upp á sig sökina. Þeir eru orðnir dálítið stressaðir. Oggu poggu. Hvað eiga þeir að segja við mömmu þegar hún birtist í dyragættinni? Nú verða menn að vera skýrmæltir, vel greiddir og kurteisir. Það má ekki vera með neinn dónaskap við mömmu eða mamma verður vond."

miðvikudagur, júní 2

Dagur réttlætis


Ég fagna ákvörðun forseta Íslands, og styð hana heilshugar.

miðvikudagur, maí 26

Songmeanings.net


er ein skemmtilegasta síða sem ég veit um. Endalaus fróðleikur, já endalaus, því á þessari síðu túlkar fólk uppáhalds lögin sín í svona einhverskonar spjalli og þar geta allir lesið um það.

mánudagur, maí 24

Hrafninn


Muninn flaug út á miðvikudag og kátína breiddi um sig. Mér fannst dálítið skrýtið að ég hafi ekki fengið nafnið mitt skrifað hjá viðtölum þar sem ég var ljósmyndari.
Annars vona ég bara að ég verði ritstjóri í haust. Það verður gaman.

Hækkandi sól, fjölgandi blogg


Ég hef verið að velta því fyrir mér afhverju ég hætti að blogga í nokkrar vikur og svo alltíeinu koma nokkrar færslur og svo þögn í nokkrar vikur aftur.

Nína er með þá kenningu að ég sé öfundsjúkur út í bloggið hennar og vilji þessvegna reyna að vera með svipað blogg og hún en það mistekst alltaf. En það er bull einsog við öll vitum.

Í tilgangsleysi þessarar færslu ætla ég að reyna að halda þessu bloggi gangandi.

þriðjudagur, maí 11

Eitthvað fallegt um Nínu. Hún er sæt...

laugardagur, maí 8

HH


Skemmtilegt kvöld. Svooo gaman. Fullur... Hamrahátíðin er best.

mánudagur, maí 3

Fólk.is er best


Ég dreg fyrri ummæli mín um Fólk.is til baka:

http://www.folk.is/bullid_eg/

Mæli með:

Alkahól - „Ja bókstaðlega hata alkahól hefur ekki gert gott í lífinu mini !”
Guð - „ef maður legur stafi á borðið og glas og fer með einherja þulu þá keumur annað hvort guður eða illur andi í glasini”
Um okkur - „Takmark í lífinu = gerast milli og flugmaður og er að spá í því að verða arkitegt, vera ógeðslega góð teikna”
Bekkurinn - „við myndumst öll eiglega illa nema sum”

sunnudagur, maí 2

Óli KR


afi minn er látinn. Hvíl í friði. Jarðarför á mánudaginn og ég gleymdi að fá leyfi frá skólanum. En ég verð ekki rekinn þó að ég sé með -1 í mætingu, maður reddar sér út úr öllu.

Ég kláraði líka viðtal sem ég tók við Brain Police fyrir jól á föstdaginn. Það fer í vorblað Munins. Gott mál.

Landflutningar


Ég og Nína erum hætt við að flytja úr landi næsta vetur. Aðalástæðan er að það var orðið of seint að fá inn í skóla úti en svo líður okkur líka ótrúlega vel í MA og næsta ár mun vera það skemmtilegasta hingað til, ég lofa.

Bill


Kill Bill vol. 2 er vissulega góð mynd, ef ekki frábær. Þó ekki eins hröð og vol. 1 en fleiri, betri, flottari og skemmtilegri díalógar halda þessari mynd uppi. Mæli með henni.

miðvikudagur, apríl 21

Módel


Jújú, karlinn er orðinn módel. Hann var spurður að því hvort hann vildi sitja fyrir, fyrir muninsblaðið, og hann var ekki lengi að segja já. Fátt er hægt að segja. En þetta verður kaldhæðnisauglýsing, það eitt er víst.

Mótmæl i



mánudagur, apríl 19

Skítur


Hinn allt-syngjandi allt-dansandi skítur heimsins var samankominn á Græna Hattinum í gær. Þó svo að ég hafi þekkt fullt af liði þarna þá átti þessi frábæra setning úr Fight Club fullkomlega við.
Ég og Arnar fórum þangað því við heyrðum að það væri rokk-kvöld en neei, þarna var hip-hop í öllum hornum og Heimir í Skyttunum var plötusnúður.

Monster


er besta mynd sem ég hef séð lengi. Sú allra sorglegasta sem ég hef séð.

mánudagur, apríl 12

Opnun


Frábært kvöldkaffi hjá okkur hjónunum í gær. Róleg stemning og þægindi.
10.0

sunnudagur, apríl 11

Letíngi


Ég er búinn að lesa Lifandi Vísindi í allan dag meðan konan er búin að matreiða páskamatinn og taka til. Fjör!

Við Nína höfum fengið yfirráð yfir hvítum Nissan Míkra en við eigum eftir að skýra hann.

Sí...
Ld...
Mik...
Garð...
Nín...
Sim... ...
Simbi?

Simbi?

Páska-at, -át


Gleðilega hátíð trúleysingjar allra landa!

Helga dagsins: Svelga

laugardagur, apríl 10

Hefnd nd nd


Liðurinn Helga dagsins verður tekinn upp.

Helga dagsins: Felga

Gelgjurokk


Ég fyrirlít fólk.is og alla sem nota þetta afleita kerfi.
Einnig hata ég Hellgu fyrir Ara-brandarana

En ég elska hinsvegar Hildi,
Nína: Ég hata Ísland.
Hildur: Ég hata landhelgina, eða eitthvað.

Ég elska líka systur mína, hún gaf mér mjólk.

Various Artists - The Classic Songs Of Burt Bacharach
Skunk Anansie - Post Orgasmic Chill

laugardagur, apríl 3

Til Helgu


Á Allmusic.com stendur: „Pete Townshend was the guitarist and primary songwriter for the Who".
Nei Helga, hann var ekki bassaleikari.
Kemur.

föstudagur, apríl 2

Gagnrýni


Nína heldur áfram að ljúga að öllum heiminum. Nýjasta uppátæki hennar er að ljúga því að hún eigi hugmyndina að breyta bíómyndagagnrýni munins.is í almenna gagnrýni.

föstudagur, mars 19

Jarvis Cocker



Jarvis Cocker er uppáhalds textahöfundurinn minn þessa dagana.
Síðustu línur úr laginu 'Bad Cover Version': "[talað]Aah, sing your song about all the sad imitations that got it so wrong. [sungið]It's like a later "Tom & Jerry" when the two of them could talk, like the Stones since the eighties, like the last days of Southfork. Like "Planet of the Apes" on TV, the second side of "Til the Band Comes in", like an own-brand box of cornflakes: he's gonna let you down my friend".

a later "Tom & Jerry" when the two of them could talk: Er átt við myndina 'Tommi og Jenni mála bæinn rauðan' þar sem Tommi og Jenni geta talað og þeir verða vinir o.s.fr.
like the Stones since the eighties: Allt sem Rolling Stones hafa gert síðan 1980 er slæmt afrit.
like an own-brand box of cornflakes: Þessir ljótu ódýru KornFlex pakkar sem eru ekki Kellogs.

fimmtudagur, febrúar 19

Paurildi


Nína lýgur á blogginu sínu. Til að fá fólk til að hata mig, tæfan.

fimmtudagur, janúar 15

Próftíð, hvað er nú það. Norskur pípari vinnur world Idol, og íslensku tónlistarverðlaunin eru haldin á hverju ári: Það er kosin jazzplata ársins á hverju ári... það eru gefnar út tvær íslenskar jazzplötur á ári. Það er kosin poppplata ársins... maður getur talið tilnefningarnar og vitað hve margar poppplötur komu út á árinu sem leið.
Svo eru nottla íslensku kvikmyndaverðlaunin sem eru einnig haldin á hverju ári, en það þarf varla að fara útí það. Hví eru svona verðlaunahátíðir ekki haldnar á öðru hverju ári, þá myndi ég horfa á þetta. Þá væru ekki allar myndir og allir tónlistarmenn tilnefndir. Ég þekki marga sem taka undir þetta.

sunnudagur, janúar 4

Laus í flugvél



15:03

30.000 fet uppi og á leið heim til íslands. Við hlið mér situr afar pirrandi ofvirkur 6 ára krakki og við hlið hans situr afi hans. Eftir 11 daga í kringum asíska krakka get ég ekki annað en spáð í því afhverju íslensk börn, og börn úr vesturhiminum almennt, eru svona djöfull ofvirk, þau geta ekki sitið kyrr. Nú eru held ég flestir sem ég umgengst frekar rólegir, og ég tel sjálfan mig frekar rólegan. Þegar ég spái í það hef ég þekkt ofvirkt fólk gegnum æfina en umgengst það ekki lengur, hef hinsvegar haldið í rólega fólkið. ,,við mælum með að þið hafið sætirbeltin spennt undir allri flugferðinni fyrir eigin öryggi og þægindi" heyrist í kallkerfinu, hvernig, mögulega, getur verið þægilegri að vera beltaður niður en að vera laus, í flugvél?

föstudagur, janúar 2

Nú sit ég í fluginu frá Möltu til Noregs og ég er að bíða eftir að flugfreyju-helvítið banni mér að vera í tölvunni. Þegar flugvélin var að fara í loft áðan lokaði ég kurteis fartölvunni þegar það var tilkynnt að nú væri kominn tími til að slökkva á öllum rafmagnstækjum og flugfreyju-helvítið tjekkaði hvort allir væru ekki örugglega með beltin spent. Þegar hún kom að mér var ég með fartölvuna lokaða á lærunum og flugfreyju-helvítið sá ekki að beltið var spennt og, OG, hún bað mig að lyfta tölvunni til að vera viss um að ég væri með beltið spennt. Ég tek fyllilega undir það sem kom fram í ,,Ég var einusinni nörd": hví þarf maður að vera með spennnt sætisbelti þegar maður situr í flugvél? Væri ekki jafnfáránlegt að skipa fólki að vera með hjálm þegar það er utandyra? Ég meina, maður GÆTI flogið á hausinn. Ætti að banna háa hæla? Þú GÆTIR misstigið þig illilega. Ætti að banna tröppur? Margir meiða sig eða deyja þegar þeir detta í stiga. Hvar endar ruglið?
Ég sit á flugvellinum á Möltu og áðan leit ég í kringum mig og ýmsar staðreyndir komu í ljós: Vínbúðin er lokuð, bókabúðin er lokuð, musík búðin er lokuð, EN, sokkabúðin Sock Shop er opin og Playmobil búðin er opin... nú getur meður velt fyrir sér afhverju sokkabúð, sem selur bara sokka og Playmobil-búð, sem selur bara playmobil dót, eru opnar en áfengisbúðin, bókabúðin og músíkbúðin er lokuð, en ég nenni því ekki. Nú ætlaði ég að hætta að pæla í sokkunum og snúa mér í staðinn að einhverju stórkostlegu, en ég virðist vera búinn að gleyma því (þessu stórkostlegu). JÚ! Það er bannað að vera með billjardkjuða í handfarangri, með lögum. Það er bannað að vera með hárspray og rakspíra í handfarangri. Það er bannað að vera með tennisspaða í handfarangri. Það er bannað að vera með svona pínkulítil skæri sem maður brýtur saman í handfarangri. Allt þetta útum allan heim, með lögum. Sagði einhver reglugerðarfargan? Annað í fréttum er að ég er búinn að fatta hvað við Nína getum tekið á söngkeppninni eða Viðarstauki: Wish eftir Trent Reznor (Nine Inch Nails).

fimmtudagur, janúar 1

Gærkvöldið var mjög gaman, ég var frekar fullur en skemmti mér vel. Við borðuðum á veitingastað sem heitir Ta' Kris og mæli ég með honum, maturinn var frábær. Það var setið á öllum borðum, ca. 30 manns á staðnum. Þú gast valið um forrétt og aðalrétt en svo var gulrótasúpa á milli þeirra. Ég valdi mér sesar sallat í forrétt, sem var gott, og beef medallions í aðalrétt. Við borðum og drekkum og allir sitja bara og spjalla, svo alltíeinu þegir Norah Jones og skrýtin rödd telur niður: "Ten, nine, eight, seven..." og allir byrja að öskra með: "Six, five, four, three, two, one, HAPPY NEW YEAR!" og danstónlist byrjar. Konur stökkva uppá stóla og allir byrja að syngja og dansa með tónlistinni. Mjög gaman. Svo fórum við í bæinn og svo heim kl. 5. Á leiðinni heim samdi ég lag til Nínu og náði því á blað þegar ég kom heim.

sunnudagur, desember 28

Hehe. Það besta í heimi er þegar einhver er að tala um hvað hann ætlar alls ekki að gera MEÐAN hann er að gera það. Það var skál með bráðnuðum klökum á borðinu og pabbi hellir vatninu í glas og byrjar að drekka það, ég segi "það er ísklat vatn í krananum inná baði", þá segir pabbi "nei, ég ætla ekki að drekka kranavatnið hérna" og tók sér stóran sopa af vatninu sem er úr klakavél frammi á gangi.

laugardagur, desember 27

Púff. Þetta er búinn að vera viðburðarríkur dagur. Við tókum bát kl. 8 frá Möltu til Gozo, sem er eyja rétt hjá. Siglingin tók 20 mín. og var síðan farin skipulögð ferð um eyjuna með rútu. Þetta var mjög gaman.

föstudagur, desember 26

Ég er farinn að sakna Nínu mikið.

fimmtudagur, desember 25



Í dag tókum við langan göngutúr þar sem ég tók 96 ljósmyndir, semsagt langur göngutúr. Við löbbuðum frá St. Julians (þar sem hótelið okkar er) og til Sliema og gangan tók 4 klukkutíma. Þetta var vægast sagt rosalegt og leit ég í kringum mig allan tímann.

Doldið fyndið kom fyrir áðan þegar pabbi var að horfa á Mtv:
Pabbi: Ari, hverjir eru þessir Blue fít?
Ari: Ha? Ertu að tala um Blue? Það er einhver ljót strákahljómsveit.
Pabbi: Nei, Blue fít.
Ari: Ha?
Pabbi: Blue feat. Elton John.

miðvikudagur, desember 24

Í kvöld hef ég komist að hlutum sem ég hélt að væru ekki til. Í kvöld leið mér illa, ég fann til. Í kvöld vorkenndi ég svo mörgum og fann hvað ég er heppinn. Í nótt græt ég.

þriðjudagur, desember 23

Í gær flaug ég frá Noregs til Möltu með fúlustu flugfreyjum sem ég hef séð, ég segi satt, þær eru illar. Aðalflugfreyjan brosti aðeins tilgerðarlega meðan hún var að gefa manni e-ð og svo þegar hún leit við þá hvarf brosið um leið. Með henni voru tveir kallar sem voru greinilega ekki ánægðir með vinnuna sína, þegar þeir voru að sýna manni hvernig átti að nota vestið og svona hélt ég að þeir ætluðu að springa, þeim langaði ekki að vera þarna. En flugvélamaturinn var ágætur, sætin voru hinsvegar hræðileg, þau voru minni en hjá Flugleiðum og ÞAU eru ekki rúmmikil. Nú er ég kominn á Hilton Malta sem vægast sagt er stórkostlegur staður. Marmari allstaðar, styttur, sundlaugar, æfingasalir, útsýni, þetta er rosalegt. En ég get ekki skrifað meira því ég þarf að skemmta mér.

mánudagur, desember 22

Í gær flaug ég til noregs og hitti þar pabba sem síðan keyrði mig til heimilis síns. Þar gisti ég nóttina og nú sit ég í lestinni sem gengur frá þar sem pabbi minn á heima og til flugvallar noregs, en ég er síðan að fljúga til Möltu þar sem ég eyði jólunum. Hótelið sem ég mun búa á er af gerðinni Hilton og heitir það Hilton Malta og skartar af 5 stjörnum.
Ég var að sjá bráðfyndna auglýsingu á spjaldi hérna áðan, á henni er mynd af maga á manni sem er feitur og er í of lítilli skyrtu sem strekkist rosalega og undir því stendur:
Ný skyrta
eða nýtt hjól?

Normenn eru auglýsingagerðarmenn miklir. Alltaf þegar ég kem hingað og kveiki á sjónvarpinu er komin heill hellingur af sniðugum auglýsingum, sumum sem maður virkilega hlær af.

sunnudagur, desember 21

10:50
Jæja, sit nú í flugi á leið til höfuðborgar suðvesturlands, Reykjavíkur. Það var afar kalt í flugvélinni fyrst og held ég að það hafi snjóað inní henni, allavega lenti e-ð sem líktist snjókorni á nefinu á mér. Nú er hitinn kominn í réttar horfur og horfi ég út um gluggann á ótal falleg fjöll og frosnar ár sem ég hef ekki hugmynd um hvað heita, og mun aldrei hafa hugmynd um.
Í gær komst ég að því að ég get talað við Aríu, tölvuna mína, og gefið henni skipanir með röddinni. Ég held einfaldlega esc-takkanum inni og segi ýmsar skipanir. T.d. get ég látið hana opna textaritilinn eða vafrarann með því að ýta á esc-takkann og segja "open text-edit" eða "open my browser". Svo þegar ég er kominn inní vafrarann get ég sett ákveðið orð á hverja síðu, t.d. setti ég það þannig að þegar ég segji "muninn" þá opnar hún http://muninn.is/, og þegar ég segji "maa" þá opnar hún http://ma.is/. Þetta nota ég að sjálfsögðu ekki innanum annað fólk, ég tek ekki upp á því að sitja í tíma og segja "mmaaa!" við tölvuna mína. Einnig komst ég að því að batteríið í henni endist í 6 klukkutíma... 6 klukkutíma!! Hinn almenni pc-notandi í MA byrjar hvern tíma á að stinga tölvuni sinni í samband og telja þau sig heppin ef þau ná að stinga henni í samband einhversstaðar. Ég hinsvegar get komið í fyrsta tíma, verið með kveikt á Aríu þangað til ég fer í hádegi og stungið henni síðan í samband, og þegar hádegið er búið endist hún þangað til ég er búinn í skólanum.
"Góðir farþegar, við lendum í Reykjavík eftir 5 mínutur, ladies and gentlemen, we land in Reykjavík in five minutes".

17:05

Ég sit í flugi frá Keflavíkur til Oslóar og ég má ekki opna lappann minn fyrstu 5 mínutur flugsins. Maður má lesa Moggann og Fréttablaðið, en ekki má maður opna lappann sinn. Blöð eru boðin manni við upphaf flugsins en tekið er fram að það sé slökkt á fartölvum meðan á flugtaki og lendingu stendur. Er minna truflandi að lesa blöðin, eða eiga blöðin kannski sérsamning við flugleiðir? Ég tók líka eftir því að manni er boðinn Mogginn fyrst, svo eftir ca. eina mínutu er manni boðið Fréttablaðið. Eðlilega eru þá fleiri sem munu lesa Moggann. Borgar kannski Mogginn aðeins meira í mútur? Fær Mogginn skítuga peninga frá Sjálfstæðisflokknum til að hækka þessa upphæð uppfyrir Fréttablaðið?
Svo er eitt annað skuggalegt við flugfélags-bransann, afhverju er kallkerfið í flugvélum svona lélegt? Þegar flugfreyjurnar eru að segja þér hvernig þú átt að bregðast við ef flugvélin hrapar í sjóinn eða e-ð, þá heyriru ekkert hvað þær eru að segja. Eru þetta leyndarmál, má enginn vita þau? Eru flugfreyjurnar þæu einu sem eiga að lifa af flugslys, kasta þær sér kannski allar útum flugvélina í fallhlífum þegar e-ð vandamál kemur uppá og við erum skilin eftir til að deyja? "Jóhanna! Djúsinn er búinn!" "Oh my god, náðu í fallhlífarnar! We are outta here." Flugfreyjur eru illar.
Ég var að klára fyrsta góða flugvélamatinn sem ég hef fengið, það var karrí-kjúklingur og smakkaðist hann bara mjög vel.
Oh! Hví eru alltaf sýndir Freinds þættir í fluvélum frá íslandi? Vita þau ekki að enginn horfir á Friends? Og til að fá það á hreint þá eru Friends ekki fyndnir, sama hve margir segja það. Horfir enginn lengur á gamla gamanþætti einsog Fawlty Towers, sem að mínu mati eru bestu gamanþættir sem til eru, eða Black Adder?

föstudagur, desember 19

Tók textakipp núna. Bara varð, það eru margir flottir textar til og enginn sem les þá.
Hurt með Nine Inch Nails, ódauðlegt.

i hurt myself today, to see if i still feel
i focus on the pain, the only thing that's real
the needle tears a hole, the old familiar sting
try to kill it all away, but i remember everything

what have i become?, my sweetest friend
everyone i know, goes away in the end
you could have it all, my empire of dirt
i will let you down, i will make you hurt

i wear my crown of shit, on my liar's chair
full of broken thoughts, i cannot repair
beneath the stain of time, the feeling disappears
you are someone else, i am still right here

what have i become?, my sweetest friend
everyone i know, goes away in the end
you could have it all, my empire of dirt
i will let you down, i will make you hurt

if i could start again, a million miles away
i would keep myself, i would find a way
Stand Inside Your Love með Smashing Pumpkins.

You and me
Meant to be
Immutable
Impossible
It's destiny
Pure lunacy
Incalculable
Insufferable
But for the last time
You're everything that I want and ask for
You're all that I'd dreamed
Who wouldn't be the one you love
Who wouldn't stand inside your love
Protected and the lover of
A pure soul and beautiful you
Don't understand
Don't feel me now
I will breathe
For the both of us
Travel the world
Traverse the skies
Your home is here
Within my heart
And for the first time
I feel as though I am reborn
In my mind
Recast as child and mystic sage
Who wouldn't be the one you love
Who wouldn't stand inside your love
And for the first time
I'm telling you how much I need and bleed for
Your every move and waking sound
In my time
I'll wrap my wire around your heart and your mind
You're mine forever now
Who wouldn't be the one you love and live for
Who wouldn't stand inside your love and die for
Who wouldn't be the one you love
Brot úr Its Alright Ma I'm Only Bleeding með Bob Dylan, einn flottasti texti sem ég hef lesið.

Temptation's page flies out the door
You follow, find yourself at war
Watch waterfalls of pity roar
You feel to moan but unlike before
You discover
That you'd just be
One more person crying.

So don't fear if you hear
A foreign sound to your ear
It's alright, Ma, I'm only sighing.

As some warn victory, some downfall
Private reasons great or small
Can be seen in the eyes of those that call
To make all that should be killed to crawl
While others say don't hate nothing at all
Except hatred.

Disillusioned words like bullets bark
As human gods aim for their mark
Made everything from toy guns that spark
To flesh-colored Christs that glow in the dark
It's easy to see without looking too far
That not much
Is really sacred.

While preachers preach of evil fates
Teachers teach that knowledge waits
Can lead to hundred-dollar plates
Goodness hides behind its gates
But even the president of the United States
Sometimes must have
To stand naked.

An' though the rules of the road have been lodged
It's only people's games that you got to dodge
And it's alright, Ma, I can make it.

Advertising signs that con you
Into thinking you're the one
That can do what's never been done
That can win what's never been won
Meantime life outside goes on
All around you.

You lose yourself, you reappear
You suddenly find you got nothing to fear
Alone you stand with nobody near
When a trembling distant voice, unclear
Startles your sleeping ears to hear
That somebody thinks
They really found you.

A question in your nerves is lit
Yet you know there is no answer fit to satisfy
Insure you not to quit
To keep it in your mind and not fergit
That it is not he or she or them or it
That you belong to.

Although the masters make the rules
For the wise men and the fools
I got nothing, Ma, to live up to.

For them that must obey authority
That they do not respect in any degree
Who despise their jobs, their destinies
Speak jealously of them that are free
Cultivate their flowers to be
Nothing more than something
They invest in.

While some on principles baptized
To strict party platform ties
Social clubs in drag disguise
Outsiders they can freely criticize
Tell nothing except who to idolize
And then say God bless him.

But I mean no harm nor put fault
On anyone that lives in a vault
But it's alright, Ma, if I can't please him.

Old lady judges watch people in pairs
Limited in sex, they dare
To push fake morals, insult and stare
While money doesn't talk, it swears
Obscenity, who really cares
Propaganda, all is phony.

And if my thought-dreams could be seen
They'd probably put my head in a guillotine
But it's alright, Ma, it's life, and life only.

Brot úr Yer Blues með The Beatles.

Black cloud crossed my mind
Blue mist round my soul
Feel so suicidal
Even hate my rock and roll
Landslide með Fleetwood Mac, Smashing Pumpkins og Dixie Chicks tóku það síðar.

I took my love, I took it down
I climbed a mountain and I turned around
And I saw my reflection in the snow covered hills
'Til the landslide brought it down

Oh, mirror in the sky, what is love?
Can the child within my heart rise above?
Can I sail through the changing ocean tides?
Can I handle the seasons of my life?

Well, I've been afraid of changing cause I've
Built my life around you
But time makes you bolder
Even children get older
And I'm getting older, too

Well, I've been afraid of changing cause I've
Built my life around you
Time makes you bolder
Even children get older
And I'm getting older, too
I get older, too

I took my love and took it down
I climbed a mountain, I turned around
And if you see my reflection in the snow covered hills
The landslide brought it down
The landslide brought it down

ÉG er elítan. ÉG var kaupa mér iBook 14" Combo. ÉG er núna betri en hinn almenni PC-vitleysingur. ÉG er yfir þig hafinn...
Klukkan er 03:22 og við Arnar vorum að klára Íslenskuverkefni um ,,syni Óðins", Baldur, Hermóð, þór... þú skilur. Ég er ótrúlega þreyttur og þarf að vakna klukkan 7, eftir þrjá og hálfa klukkustund.

fimmtudagur, desember 18

Einnig verður tekið fram að hefnd skal náð, fyrr eða síðar.
Arnar Cum hertók bloggið mitt áðan og skrifaði nokkrar færslur, án minnar vitneskju, og spurði mig á MSN hvernig maður breytir um password á blogspot. Ég útskýrði það fyrir honum og síðan loggar hann út eða blokkar mig öllu heldur. Mér finnst þetta grunnsamlegt og opna blogger.com og skrifa notendanafn og password og ýti á "sign in" en þá kemur upp gluggi: Incorrect Pasword. Arnar hélt að hann væri sniðgur, en eins og sést þá var ég gáfðari en hann og komst inná bloggið og breytti um password á mjög einfaldan hátt, sem verður ekki útskýrður hér.
Arnar, hver er hamsaður núna?

sunnudagur, desember 14

Ég er að skoða extra dagsskrána og Úrval í Hrísalundi eru að auglýsa bækur, en fíflin tóku myndir af bókunum með flassi þannig að það er STÓR hvítur blettur á miðjum bókunum. Svona gerir maður ekki.

Svo er líka gaman að segja frá því að sé sá plötucover þar sem hinn alræmdi fontur "comic sans" var notaður... Hló ég eins og brjálæðingur.
Vegna tímaskorts og framsýnisleysis míns verður útgáfu Kratylosar frestað, afskaplega lítill tími sem maður hefur þessa dagana. STÆ203 próf á mánudaginn (sem ég ætla að falla á) og heimildaritgerð á mánudaginn líka, úff.
Nína farin... Hvað geri ég. Ég verð ótrúlega einmanna. Ég vona bara að allt fari vel. En litli ræfillinn er að fara í aðgerð uppá Landsspítala og greyið verður á morfíni öll jólin.
Nína ég elska þig.

fimmtudagur, desember 11

Söfnuðum 30.000 krónum í auglýsingum fyrir Kratylos á þriðjudaginn, okkur vantar ca. 10 í viðbót til að geta gefið það út.

föstudagur, desember 5

Endurhannaði Kratylos í gær. En fyrir þá sem ekki vita þá er Kratylos ,,hitt" blaðið í MA, einskonar menningarblað með ljóðum, smásögum hugleiðingum o.fl. Er að pæla að flækja útlit hans með ,,rulers" og fleiru. Breytti um font á honum, úr Eurostile í AG Book Rounded.

Auður Alexanders átti afmæli í gær... tilhamingju með það! (Partý um helgina).

fimmtudagur, desember 4

Veldissproti

Situr inní MyMA
með draum í auga
um litla busa
og án þess að spauga
fer hann í þveng
buxur og sokka
hann hugsar um
klístruð lök
og notaða smokka

sunnudagur, ágúst 17

Nýja myndbandið með Limp Bizkit er að spila núna á MTV, "Eat you alive", og þeim hefur tekist að halda áfram að spila leiðinlega og ljóta tónlist og gera leiðinleg og ljót myndbönd. Nýji diskurinn heitir víst Panty Sniffer og ætti það að sýna klárlega hve vanhæfur Fred Durst er að nota á sér hausinn. Myndbandið byrjar, að venju, á að Fred er að reyna að segja e-ð cool: "you're really gonna love this" og annað bull. Þeir eru allir sveittur og skítugur og það er kvöld, þeir eru útí skógi með allt settið að spila. Svo byrjar ballið, e-ð týpískt nu-metal riff og þessi ótrúlega pirrandi rödd byrjar að rappa. Svo birtist einhver stelpa sem situr á stól og Fred byrjar að öskra á hana: "I'll eat you alive, I'll eat you alive", rosa reiður. Svo byrjar rólegur kafli þar sem Fred biðst afsökunar. Ekkert meira, ekkert minna. Afskaplega ljótt myndband og afskaplega ljótt lag spilað af afskaplega ljótri hljómsveit.

fimmtudagur, ágúst 14

Var að lesa texta eftir Sean Paul og ég grét úr hlátri.

miðvikudagur, ágúst 13

Var í Tusefryd, sem er stærsti skemmtigarðurinn í Noregi, að skemmta mér með Danna og Helgu dóttur hans (svaka gella). Öskraði eins og stunginn grís í nokkrum rússíbönum og tækjum.

þriðjudagur, ágúst 12

Einn normaðurinn vann 1.000.000NOK(10millj. ÍSK) í lottó og þegar hann var spurður hvað hann hafði gert við peningana sagði hann: "950.000kr fóru í kerlingar og brennivín, 50.000 fóru í vitleysu.

fimmtudagur, ágúst 7

Var að uppgötva bestu samloku í heimi: egg, ostur og majones. Mmm.

miðvikudagur, ágúst 6

Lag á heilanum: Without You með Harry Nilsson.

No, I can't forget this evening
Or your face as you were leaving
But I guess that's just the way the story goes
You always smile but in your eyes your sorrow shows
Yes, it shows
No, I can't forget tomorrow
When I think of all my sorrow
When I had you there but then I let you go
And now it's only fair that I should let you know
What you should know
I can't live if living is without you
I can't live, I can't give any more
I can't live if living is without you
I can't give, I can't give any more

þriðjudagur, ágúst 5

Vá, var að horfa á "Love or Money", sem er The Bachelor með milljón-dollara vinning til þeirra sem gaurinn velur, ég hló allan þáttinn. "What he can never know, is that the girl he chooses will win a million dollars. What the girls don't know is that in the end, they will choose between him, and the million dollars" hljómaði fyrir og eftir hverja einustu auglýsingu, sem var á 5min fresti. "Witness when the girls are taken in to a secret room, noone has EVER seen," er ekki í lagi í hausnum á fólki? Svona þættir eru það fyndnasta í heimi, vitleysan er svo svakaleg. Kanar eru svo heimskir, ótrúlega heimskir.

föstudagur, júlí 25

Við Simmi fórum að spila pool í gær í Stabæk. Fengum okkur einn öllara, fórum uppí Sandvika á bar þar sem voru svakalega þægilegir rauðir sófar og fengum okkur einn öllara í viðbót. Svo var bara farið heim að sofa kl. 2.


Smá sprell hjá okkur Ævari: afþreyingarbókmenntafræðingurinn fékk símhringingu um steingervinginn og útrýmingin sem hann hafði fundið, en fræðingurinn sá um reikninginn á útreikningi sem han gerði fyrir útlendinginn sem sá um vatnsþrýstinginn á viðurgerningi, en spuringin er: var viðurkenningin á vettlingi eða samfestingi. 15 sinnum Ingi í einni setningu.

hann kvartar útaf óperuflutningi og of litlum titlingi þó að maðurinn sé höfðingi sem er hjá sálfræðingi þá er sérhæfingin hans á samfestingi í kynlífi ekki eftir samningi og sjóliðsforinginn er ekki glaður

ertingin í löggjafarþinginu er að miklu leiti vegna gengisbreytingarinnar og réttlætingar rafmagnsverkfræðingar á hryllingi þeim er minningargrein Norðlendingar um snillinginn,spekinginn, líffræðinginn, jarðfræðinginn og gemlinginn inga, En spurningin er: er hann endingarbetri en faðir hans flækingurinn sighvatur

Lag á heilanum: Captain Of Her Heart með Double.

þriðjudagur, júlí 22

Var að koma úr búðinni, keypti bara lauk og mjólk en fíflið fyrir framan mig að setja á færibandið var í korter að því. Þetta voru fertug hjón og karlinn var lengi að drulla öllu úr kerruni á færibandið og skoðaði hverja vöru vandlega, svo finnur karlinn lina papríku og fer með konuna inn í búðina og lætur alla bíða, karlinn kemur með papríku og klárar uppúr körfuni, en svo þegar allt er komið í gegnum kassan fer hann yfir alla kvittunina fyrrenn hann svo borgar og ég fékk að komast að. Asnar.


Lag á heilanum: Annie's Song með John Denver. Fallegt lag. Hlýtur að vera góð sú sem hefur átt þetta lag skilið.

Annie's Song
you fill up my senses
like a night in a forest
like the mountains in springtime
like a walk in the rain
like a storm in the desert
like a sleepy blue ocean
you fill up my senses
come fill me again
come let me love you
let me give my life to you
let me drown in your laughter
let me die in your arms
let me lay down beside you
let me always be with you
come let me love you
come love me again


Denver, John

mánudagur, júlí 21

Ahh, gott að vakna.
Ég svaf inní stofu í nótt og þegar ég vakna er koddi ofaná mér, ég, pirraður, tek hann og kasta honum í næsta sófa en hann lendir á stofuborðinu og tekur hálffullt kókglas með sér í gólfið. Glasið brotnar og kókið útum allt. Ég geri ekkert í þessu og labba inná klósett og sparka rosalega fast með litlutá í dyrakarminn.
Ahh, gott að vakna.

sunnudagur, júlí 20

Ég var að sjá svakalegan þátt á Discovery sem heitir The Real Jesus Christ. Þessi þáttur er rosalegur og ég hvet alla til að sjá hann. Þessi þáttur er um það að rangur maður skrifar ævisögu Jesú, maður sem vissi lítið um Jesu og maður sem hataði gyðinga, maður sem var sama um hinn sögulega Jesú og maður sem rangtúlkaði Jesú og laug um hann á margan hátt. Ef rétta fólkið (fólkið sem þekkti Jesú, fjölskylda, vinir) hefði skrifað ævisögu Jesú hefði Kristin trú ekki verið til í dag. Hugsaðu þér, hinn vestræni heimur er að stórum hluta byggður upp á kristni, sem er byggð á lygum. Kristni er lítið annað en geníus markaðssetning sniðin kringum rómverja.
"Ísland er kristið þjóðfélag" = "Íslenskt þjóðfélag byggir á skáldsögu."

föstudagur, júlí 18

Afslöppun, avslapning, relaxation. Ekkert fyllerí í gær, sofnaði.


Lag á heilanum: Art Star með Yeah Yeah Yeahs. Du du di du du, du diddidu.
Skemmtilegar samræður við föður minn entust í allan dag. Vinir, tölvur, íþróttir, bandaríkin, peningar, menntun, lýðræði, stríð, allur pakkinn var tekinn í gegn.
Þessa dagana er ég óður að skrifa handrit eftir bók, tímafrekur og flókinn satan. Búinn með ca. 60 blaðsíður og á meira en helmingin eftir.
Diska- og DVD verð hérna í noregi eru yndisleg. Eitt tilboð er á útvöldum DVD titlum, 119nok fyrir eina, eða 100nok stykkið ef þú kaupir þrjár. Titlar eins og Saving Private Ryan, Citizen Kane, Lennon in consert, Rolling Stones in consert, Shawshank Redemption og margir margir fleiri. Svo kostar 1/3 af diskunum í búðinni 100nok, nýjir kosta 150nok og eru ca. 1/3 og restin fara hæst uppí 190nok. Ég hata Skífuna.


Er að búa til kaffi til að halda mér vöku. Klukkan er 01:00 og ég er að fara að hitta Simma bráðum. Við ætlum að drekka held ég, er ekki viss hvernig það fer.

fimmtudagur, júlí 17

Það rigndi í dag, yndislegt. Hitinn var orðinn svo svakalegur, 32 gráður. Einnig slógu 100 000 eldingar niður í noregi, það var gaman, pabbi varð næstum fyrir einni.

miðvikudagur, júlí 16

Vá, ég var að sjá þátt um Boris Jeltsin og hans líf meðan hann var forsætisráðherra Rússlands. Kallinn var alkóhólisti, pillumisnotandi, þunglyndissjúklingur og fékk hjartaáfall á sex vikna fresti... Vá.

þriðjudagur, júlí 15

Ahh, endalaust heitt í dag, borðaði stór og safarík jarðaber þangað til að ég fékk illt í magann. Var að horfa á þrefaldan Fawlty Towers, sem er fyndnasti þáttur sem hefur verið sýndur í sjónvarpi nokkurntímann, áðan og hló eins og vitlysingur að venju. John Cleese á sínu besta.

Lag á heilanum: Total Eclipse Of The Heart með Bonnie Tyler.

And I need you now tonight
And I need you more than ever
And if you'll only hold me tight
We'll be holding on forever
And we'll only be making it right
Cause we'll never be wrong together
We can take it to the end of the line

mánudagur, júlí 14

Ég var rétt í þessu að uppgötva að ég hef farið í brókina öfugt í gær. Ekkert unnið í dag, frábært að fá að sofa út á mánudegi, í 26 stiga hita. Ice T hlýtur að vera einn asnalegast maður í heimi, hann fer rosalega í taugarnar á mér.

sunnudagur, júlí 13

24 stiga hiti í dag, 26 á morgun, mig langar ekkert heim til íslands. Fínt kvöld í gær, spiluðum billjard í klukkutíma í Oslo frá 11-12 og fórum svo til Bekkestua á skemmtistað sem heitir Onkel Blaa. Hitti hálf-íslenska stelpu sem heitir Eva sem var mjög skemmtileg og norsku kærustu Simma vinar míns, stelpu sem heitir Marit. Svo hitti ég bílviðgerðarmann sem var hámenntaður í bíltölvum, sá var flottur.

laugardagur, júlí 12

Við vorum þreyttir í morgun. Pabbi stafaði "T-R-Ö-P-P-U-R" og skrifaði RRÖPR, engin veit hvernig. Fyndið líka þegar kallinn hrekur í kút og gefur frá sér lágt öskur þegar síminn hans hringir. Svo kunna þessir menn heldur ekkert á síma, pabbi kann ekki einusinni á textavarpið, svarar í símann þegar reminder bípar.

miðvikudagur, júlí 9

Ég var svo þreyttur í morgun að ég slefaði ofaní flísakassa. Allan daginn í gær vorum við að anda að okkur ferskri málningarlykt því helvítis sænsku málararnir voru að mála á sömu hæð og við vorum að leggja flísar, allan daginn. Þeir sem hafa lent í þessu vita að þegar maður vaknar daginn eftir að hafa andað að sér ferskri málningarlykt er maður svo gler-þunnur, ég ætlaði hreinlega ekki að vakna. Helvítis ógeðslega málningarstybba, oj. Og þarna stend ég, gler-þunnur, inná baðinu, með lokuð augun örugglega, og slefa svo ofaní flísakassa. Það hefur ekki mörgum tekist að gera það veit ég.

Lag á heilanum: When It's Over með Sugar Ray, ömurlega catchy lag, oj.

þriðjudagur, júlí 8

Heh, var að heyra sögu af Selvaag (einn af þeim ríkustu í noregi). Hann fékk stelpu frá Litháen til að vera au pair, passa og þrífa og svona, og gerði samning við hana uppá eitt ár. Áður en hún lagði af stað frá Litháen til norex hringdi Selvaag í hana og bað hana að taka með sér sængurföt því þau yrðu ekki keypt fyrir hana. Það finnst mér hneyksli. Hún braut samningin og fór heim eftir 4 mánuði.

mánudagur, júlí 7

Var að epoxy-fúga, svakaleg drulla og stórhættulegt efni, vona að þetta sé í fyrsta og síðasta skipti.
Maður er bara farinn að ganga í "sexy-bitch" stuttbuxunum daglega, svo stuttar að það sést vel í boxerskálmarnar, randy! Er farinn að hafa áhyggjur af nöglinni á vinstri litlutá, hún snýr öfugt held ég(?) og bendir upp en ekki fram, er það eðlilegt?


Lag á heilanum: Happy Together með Turtles.

laugardagur, júlí 5

Ohh, bruninn á bakinu, satan. Eldrauður, helvítis. Það er svo endalaust heitt hérna í noregi, ég er að leggja mósaík á sundlaug sem er 2-3 metra djúp og maður bara sýður, algert logn og 20-25 gráðu hiti.

föstudagur, júlí 4

Var að ganga mjög fast á hurðarhún með mjöðmina, mjööög vont. Það var ekkert gaman í kranselaginu í gær, var að sjálfsögðu driver þannig að ég fékk engan frían bjór. Það var reyndar skondið að aðalræðumaður kvöldsins tók í vörina stuttu áður en hann hélt ræðuna sína og tóbakkið lak niður tennurnar, þessi maður er með stórar tennur og þær sjást þegar hann talar þannig að allir þarna voru hálf vandræðalegir. Svo var maður set sat á borðinu á móti mér sem var með svo þunnt hár á hausnum að maður sá greinilega í skallann, ég pirraðist yfir því allt kvöldið. Við pabbi fórum svo til Stebba að spila kana, ég og Simmi nenntum ekki þannig að við fórum á rúntinn í Stabæk, Bekkestua og Sandvika.
Ég er að skoða bækling frá Háskólanum í Lillehammer og þetta er draumaskólinn minn, sjónvarps og kvikmyndaskóli. Maður getur tekið heila önn í heimildarmyndagerð, mig langar þangað. Revenge of the nerds er geðveik mynd, besta mynd í heimi, er að hlæja eins og vitleysingur, ég elska nörda, þeir eru bestir, love ya Arnfjord 'n Ingi.
Ég sakna vina minna... og mömmu.

Lag á heilanum: When I will talk, Hollywood will listen með Robbie Williams.

fimmtudagur, júlí 3

Er að éta frábæran desert sem samanstendur af jarðaberjum og einskonar jógúrti útá, mjööög gott. Mmm er að éta aðra skálina núna. Magnifico.
Er að fara í kranselag (hlaðborð á íslensku), í Kjörbokollen þar sem ég er að vinna. Frír matur og frítt að drekka, og þá er ég ekki að tala um djús.


Noiararnir eiga Idol-keppni, eins og svo margar þjóðir. Vinningshafinn í fyrra heitir Kurt og er afskaplega ljótur maður, eins og þú sérð. Hann vann með laginu "She's so High" sem var vinsælt fyrir nokkrum árum. Lagið sem Kurt syngur er nákvæmlega eins og hittarinn gamli og eru vinsældir lagsins nýja afskaplega dularfullar að mínu mati. Þetta virðist vera einhverskonar viðurkenning fyrir noiarana að einn af þeim geti sungið eins og einn í USA. Eða það held ég...

Lag á heilanum: Killing in the name.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Free Counter
Order Meridia here.